Skilmálar

Öll ákvæði skilmálanna hér að neðan ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur milli aðila verður slíkur ágreiningur einungis leystur fyrir íslenskum dómstólum.

Finnska Búðin ehf (Kringlan 4–12, 103 Reykjavík, kt 540709-0840, VSK nr. 102133) tekur við pöntun þegar greiðsla hefur borist. Um leið og greiðsla berst er kaupanda send staðfesting í tölvupósti. Pantanir eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan en ekki til á lager látum við þig vita sem fyrst og endurgreiðum.

Öll verð eru gefin upp í íslenskum krónum með virðisaukaskatti 11% eða 24%.

Sendingarkostnaður bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram. Kostnaður við hverja sendingu er kr. 690 kr. (sent í pósthús) eða 990 kr. (sent heim) á pöntunum undir 10.000 kr. Sendingarkostnaður fellur niður ef verslað er fyrir 10.000 kr. eða meira.

Ef ekki er valið að sækja pöntun í Finnsku Búðinni í Kringlunni, þá er pöntun send með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Samkvæmt þessu ber Finnska Búðin ehf enga ábyrgð á því tjóni sem kann að verða í flutningi.

 

Skilaréttur

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaup í vefverslun (ekki gleyma að geyma kvittunina) við því tilskildu að varan sé ónotuð. Ekki er hægt að skila vöru ef búið er að rjúfa innsigli á pakkningu. Kaupandi greiðir sjálfur flutningskostnað fyrir vöru sem er skipt eða skilað.

Ef um gallað vöru er að ræða skal hafa samband við Finnsku Búðina ehf varðandi skil. Ef vara reynist gölluð greiðir Finnska Búðin fyrir endursendingu vörunnar.

Ekki hika að hafa samband. Þú getur hringt í verslunina okkar í Kringlunni, s. 787 7744 eða sent okkur tölvupóst á info@finnskabudin.is.

 

Persónuvernd

Við í Finnsku Búðinni heitum fullum trúnaði við viðskiptavini okkar og afhendum ekki upplýsingar til þriðja aðila.

Þegar vara er pöntuð í vefverslun koma upplýsingar um greiðslukortanúmer ekki til seljanda heldur eru á afmörkuðu vefsvæði viðkomandi greiðsluþjónustu. Borgun geymir kortaupplýsingarnar í öruggum kerfum sínum, en ekki á greiðslusíðunni sjálfri. 

Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Karfan þín er tóm